Það er nauðsynlegt fyrir alla að setja upp einhverja áætlun ef þjálfunin á að vera markviss og skila einhvejum árangri. Ég mæli með því að þú blandir saman markmiðum sem þú stefnir að, með lágmörkum sem þú verður að skila.
Ég tek sem dæmi áætlun sem ég kalla Sundlágmörk og þú getur lagað að þínum þörfum.
Ef þú ætlar að synda á markvissan hátt og koma sér í gott sundform er mikilvægt að þú setjir þér markmið og lágmörk sem gefa þér tækifæri til að byrja rólega.
Með vel útfærðum markmiðum og lágmörkum áttu eftir að njóta þess að synda og ná markmiðum þínum.
Varaðu þig á þessu:
Til að passa upp á að markmiðin verði ekki of strembin og til að passa upp á að hafa gaman af því sem þú ert að gera - Byrjaðu þá á því að setja þér LÁGMARK !
Ég mæli með því að þú setjir þeir einhverja lágmarksvegalengd sem þú ætlar að synda í hvert sinn sem þú ferð í sund.
Hafðu lágmarkið nógu létt til þess að þú náir auðveldlega að klára það þó þú sért alls ekki í stuði. Þannig áttu eftir að hafa meira gaman af leiðinni að markmiðum þínum!
Hér ætla ég að reyna að skýra þetta betur hvað ég er að fara með því að setja sér Markmið með Lágmörkum.
Hér er dæmi um hvernig lágmörk þú getur byrjað á að setja þér.
1. Lágmark - Synda þrisvar í viku.
Settu þér t.d. það lágmark að synda aldrei sjaldnar en þrisvar í viku.
Þó þú farir fljótlega að synda 4-5 sinnum í viku breytirðu ekki lágmarkinu !
2. Lágmark - Synda aldrei minna en 300 metra.
Settu þér t.d. það lágmark að synda aldrei minna en 300 metra þegar þú ferð í sund.
Þó þú farir fljótlega að synda 800 metra í hvert sinn, breytirðu ekki lágmarkinu !
Það getur verið nauðsynlegt að taka sér letidaga stundum (við getum verið misjafnlega vel upplögð) en geta samt náð því
lágmarki sem maður setti sér.
3. Lágmark - Lágmarksvegalengd á viku.
Settu þér lágmarksvegalengd sem þú ætlar að klára á einni viku.
Þú ert búin að setja þér lágmark 1. að fara 3 sinnum í sund og lágmark 2. að synda 300m þannig að lágmarkið fyrir viku 1 eru þá 900 metrar (3*300m).
Hér er dæmi um hvernig þú getur set þér markmið þar sem þú eykur vegalengdina sem þú syndir í hverri viku.
Settu þér markmið fyrir fyrstu vikuna sem tekur mið af lágmörkunum sem þú settir þér.
Þú
ert búin að setja þér lágmark 1. að fara 3 sinnum í sund og lágmark 2.
að synda 300m þannig að lágmarkið fyrir viku 1 eru þá 900 metrar
(3*300m).
Svo seturðu þér markmið með tröppugangi í framhaldi af viku 1.:
1. vika 900 metrar
2. vika 1200 metrar
3. vika 1100 metrar
4. vika 1300 metrar
5. vika 1200 metrar
6. vika 1400 metrar
os.frv
Lágmörk
|
Markmið
|
Þú verður alltaf að ná lágmörkunum!
Tökum sem dæmi að þú sért í viku 6 og ert í
óstuði einhvern af þessum 3 dögum og syndir einungis lágmarksvegalengdina sem eru
300 metrar. Hina dagana syndirðu 500 metra og 600 metra og þannig nærðu markmiðinu fyrir vikuna þ.e. 1.400 metrar.
Svo hefurðu líka þann möguleika að synda:
300m dagur 1
400m dagur 2
300m dagur 3 Þetta gerir 1.000m samtals (vantar 400m)
Þú ert búinn að skila lágmörkunum fyrir vikuna en hefur ekki náð vikumarkmiðinu. Þú hefur þá þann kost að bæta við einum degi og þá syndir þú 400 metrana sem vantaði upp á til að markmiðinu væri náð.
Ef lágmörkin eru ekki of erfið, hefurðu alltaf möguleika á að taka hálfgerða leti eða hvíldardaga án þess að vera að svíkjast um.
En að sjálfsögðu þá ferðu smám saman að gera þó nokkuð meira en lágmörkin segja til um. Passaðu þig samt á því að auka þau ekki of fljótt,
því það er ekkert meira niðurdrepandi en að ná ekki að fylgja því eftir sem maður setti sér.
Ef þú setur þér markmið með lágmörkum þá eru mun meiri líkur á að þú náir markmiðum þínum. Það
er ekki gaman að synda ef lágmörkin eða markmiðin sem þú setur þér eru of
erfið. Það er því betra að hafa kröfurnar minni en gera síðan flesta
daga meira en lágmörkin segja til um.
New! Comments
Vertu í sambandi !