Garpasund

Sundæfingar fyrir fullorðna 

Það kallast garpasund eða garpasundæfing þegar hópur fullorðinna (garpar) æfir sund á skipulegan hátt undir handleiðslu sundþjálfara.

Þessum hópum hefur fjölgað síðastliðin ár vegna aukinnar eftirspurnar eftir markvissri sundþjálfun, enda sundið átt vaxandi vinsældum að fagna.

Á garpasundæfingum eru allar sundaðferðir syntar en þó er aðaláherslan á skriðsundið. Að auki þá eru fjölbreyttar mismunandi æfingar á æfimngum sem miða að því að auka samhæfni, laga tæknina, auk þess að styrkja og auka úthaldið.

Ef þig langar að taka þátt en skortir á sundkunnáttuna geturðu byrjað á því að skrá þig á sundnámskeið eða skriðsundsnámskeið til að ná góðum tökum á grunninum og haldið síðan áfram að bæta við kunnáttu þína og þjálfun á garpasundæfingum.


Það er gaman á Garpasundæfingum!

Það er alveg tvennt ólíkt að synda einn eða synda í hóp (garpahóp) þar sem þú færð tilsögn og  verkefni til að leysa af hendi.

Helstu kostirnir við að taka þátt í garpasundi eru:
Það er svo miklu skemmtilegra heldur en að synda einn.
Fjölbreytnin er miklu meiri
Þjálfunin og þjálfunaráhrifin eru miklu meiri.
Tæknin verður miklu betri
Hraðinn verður miklu meiri
Þolið verður miklu betra
Þú lærir hluti og framkvæmir hluti sem þú hefðir ekki trúað að þú gætir.

Ég skora á þig að prófa garpasundið og hvernig það er að synda í góðum félagsskap þar sem þú færð fjölbreyttar æfingar og tilsögn.

Ég er alveg sannfærður um að þú færð alveg nýja sýn á sundið og uppgötvar um leið hvað þetta getur verið skemmtilegt og svo miklu árangursríkara líka.

Það er ekki ónýtt að komast í betra form og hafa meiri ánægju og skemmtun af því í leiðinni !

Að Synda er góð líkamsrækt !

Flestir sem eru í garpahópum í dag byrjuðu sinn feril á því að fara á skriðsundsnámskeið en vildu fá meiri þjálfun og áframhaldandi tilsögn að því loknu.

Það er mjög skynsamlegt að fara þessa leið til að halda áfram að vinna að betri tækni, meiri styrk og meiri hraða í sundinu.

Auk þess sem það er ótrúlega gaman að tilheyra hópi sem hittist reglulega og æfir sig saman. Og að sjálfsögðu þarf að spjalla líka!!!

Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar !

Sundæfingarnar eru bæði fjölbreyttar og skemmtilegar og þú færð mjög alhliða þjálfun á skrokkinn því þú þjálfar alla vöðvahópa í samhæfingu, styrk og úthaldi.

Með auknu úthaldi, styrk og samhæfingu batnar og styrkist sundið. Það kemur til með að auka hjá þér ánægjuna að synda þegar þú finnur þjálfunaráhrifin sem þú færð út úr svona æfingum.

Á garpaæfingunum eru öll sundin synt, þ.e. flugsund, baksund, bringusund, og skriðsund.
Mest er synt á skriðsundi en hin sundir eru synt reglulega og farið er í tæknina á öllum sundum.

Þegar þú getur synt öll sundin þá ertu farinn að virkja og þjálfa virkilega vel alla vöðva og vöðvahópa. Lögð er áhersla á fjölbreytni í æfingum og unnið að því að styrkja þol, styrk og hraða á öllumsundum.

Ýmsar styrktaræfingar eru reglulega í æfingunum með t.d. spöðum og froskalöppum.


Sundæfingar

Það getur oft verið að láta sér detta einhver sniðug prógröm eða æfingar til að fara eftir.
Ég er að reyna að safna einhverju saman til að setja á vefsíðunna því ég held að það geti komið mörgum að gagni.

Það getur hjálpað til upp á fjölbreytni að fá æfingar frá öðrum og úr ýmsum áttum.Því þætti mér vænt um ef þú lumar á einhverju að þú deilir því með okkur.

En hér er hægt að sjá sundæfingar og eins deila æfingum svo allir geti notið. Sundæfingar...


Skráning í Garpasund

Skrá mig í Garpasund...


Sund Biblían !

Ef þig langar að vita allt um sundþjálfun þá færðu þér Swimming Fastest eftir Ernest W. Maglischo.

Fyrsta bókin sem hann gaf út hét Swimming Faster sem varð um leið Biblía allra sundþjálfara.

Hann er búinn að uppfæra Swimming Faster bókina tvisvar. Fyrst uppfærði hann í bók sem heitir Swimming Even Faster og nú er komin út Swimming Fastest.

Þessi bók er nauðsynlegt uppflettirit fyrir alla þá sem vilja vita út á hvað sund og sunþjálfun gengur.


Swimming Fastest

Swimming Fastest er bók upp á 800 blaðsíður þar sem fjallað er um alla þætti sundsins.


New! Comments

Vertu í sambandi !




Góðar Bækur
á Amazon



Góðir DVD diskar
á Amazon