Skriðsundsnámskeið

Fólk á öllum aldri getur lært  Skriðsund

Skriðsundið er kennt alveg frá grunni á námskeiðum syndasels. Að ná góðum grunni er undirstaða þess að ná góðum tökum á skriðsundinu.

Grunnurinn

Farið er í grunn undirstöður skriðsundins.

Byrjað er á því að vinna með leguna í vatninu og þjálfa upp rétta öndun og samhæfni öndunar við handa- og fótahreyfingar. Smám saman bætast við atriði sem gera skriðsundið betra eftir því sem á líður.

    Unnið er með:

  • Leguna í vatninu - staða og mýkt
  • Öndun - innöndun og útöndun í takt við handa- og fótahreyfingar
  • Mjaðma og bolvinda
  • Ferill handataka í vatninu og yfir vatninu 
  • Fótatök - taktur og mýkt
  • Nýtni sundtakanna
  • Hvíldarlaust langt og rólegt sund
  • Hratt stutt sund með hvíldum

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS !
Markmiðið er að þú náir að synda án hvíldar 400 + metra skriðsund með löngum og rólegum tökum fyrir
lok námskeiðs 

Grunnur að góðu Skriðsundi

Grunnatriði sem unnið er með:

  • Legan í vatninu
  • Handatökin - ferill og taktur
  • Fótatökin - ferill og taktur
  • Öndunarferli og tímasetning öndunar 
  • Samhæfing öndunar við handa og fótahreyfingar
  • Synda mjúkt Skriðsund á lengri vegalengdum
  • Að synda hratt skriðsund 

Markmið sem unnið er að:

  • Að ná góðri legu og mýkt
  • Að ná vel tímasettu öndunarferli
  • Að geta synt skriðsund sér til ánægju
  • Að geta synt skriðsund með mýkt
  • Að geta synt 400 metra eða lengra hvíldarlaust

Syntu skriðsund 

Fyrir utan það að skriðsundið sé hraðasta sundaðferðin þá er það betra fyrir liðina heldur en bringusundið sem getur verið slæmt fyrir hné, mjaðmir og mjóbak ef einhver viðkvæmni er á þeim svæðum.

Ef skriðsundið er synt á réttan hátt þá styrkir það flesta vöðvahópa, t.a.m styrkir það axlir og mjóbak og vinnur auk þess á vöðvabólgu í herðum ef hún er til staðar.

Skráning á Skriðsundsnámskeið

Skrá mig á næsta Skriðsundsnámskeið...


Sjálflært Skriðsund!

Ef þú telur að þú þurfir ekki á námskeiði að halda og getir náð tökum á skriðsundinu sjálf(ur), þá hef ég safnað safnað saman nokkrum mikilvægum atriðum sem þú þarft að hafa í huga þegar þú syndir skriðsundið.

Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli upp á hvort þú nærð góðum tökum á skriðsundinu og má t.d. nefna eftirfarandi atriði:

  • Slökun og mýkt
  • Höfuðstaðan (ekki horfa fram á við)
  • Legan í vatninu - Eru mjaðmir og fætur við yfirborðið eða vilja fætur sökkva
  • Rétt öndunarferli
  • Fótatökin og taktur þeirra

Ef þig langar að fræðast nánar um þessi atriði og hvað þú þarft að gera til þess að laga þetta hjá þér kíktu þá Hvernig á að synda Skriðsund ?




Segðu hvernig þér líkaði námskeið Syndasels

Það getur hjálpað öðrum að heyra hvernig þér líkaði námskeiðið hjá Syndasel. Segðu frá þinni upplifun og reynslu og hvernig þér hefur gengið :-)

New! Comments

Vertu í sambandi !