Skriðsundið er kennt alveg frá grunni á námskeiðum syndasels. Að ná góðum grunni er undirstaða þess að ná góðum tökum á skriðsundinu.
Farið er í grunn undirstöður skriðsundins.
Byrjað er á því að vinna með leguna í vatninu og þjálfa upp rétta öndun og samhæfni öndunar við handa- og fótahreyfingar. Smám saman bætast við atriði sem gera skriðsundið betra eftir því sem á líður.
Fyrir utan það að skriðsundið sé hraðasta sundaðferðin þá er það betra fyrir liðina heldur en bringusundið sem getur verið slæmt fyrir hné, mjaðmir og mjóbak ef einhver viðkvæmni er á þeim svæðum.
Ef skriðsundið er synt á réttan hátt þá styrkir það flesta vöðvahópa, t.a.m styrkir það axlir og mjóbak og
vinnur auk þess á vöðvabólgu í herðum ef hún er til staðar.
Ef þú telur að þú þurfir ekki á námskeiði að halda og getir náð tökum á skriðsundinu sjálf(ur), þá hef ég safnað safnað saman nokkrum mikilvægum atriðum sem þú þarft að hafa í huga þegar þú syndir skriðsundið.
Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli upp á hvort þú nærð góðum tökum á skriðsundinu og má t.d. nefna eftirfarandi atriði:
Ef þig langar að fræðast nánar um þessi atriði og hvað þú þarft að gera til þess að laga þetta hjá þér kíktu þá Hvernig á að synda Skriðsund ?
Það getur hjálpað öðrum að heyra hvernig þér líkaði námskeiðið hjá Syndasel. Segðu frá þinni upplifun og reynslu og hvernig þér hefur gengið :-)
New! Comments
Vertu í sambandi !