Þegar þú syndir skriðsund áttu aldrei að liggja á maganum!
Þú átt alltaf að vera að rúlla vel af annarri hliðinni yfir á hina hliðina!
Til að ná góðum tökum á skriðsundstækni er mikilvægt að slaka vel á, því þá næst betra flot og auðveldara verður að einbeita sér að því að synda rólega og með löngum tökum.
Nýting sundtakanna er svo mikilvægur þáttur í sundinu að:
Fremstu sundmenn ná sínum árangri að stærstum hluta með því að nýta tökin vel, en minni þáttur er kraftur og líkamleg geta þeirra. Þeir sem minni reynslu hafa, eiga enn meira undir sinni tækni komið til að geta synt skriðsundið þannig að vel sé.
Þegar þú æfir skriðsundstæknina er mikilvægt að þú þreytist ekki of mikið, því þá er hætt við að það geti tekið þig lengri tíma að ná fram tilætluðum árangri. Hvíldu þig því reglulega og reyndu að synda svolítið letilega því þá gengur öll vinna með samhæfingu betur fyrir sig.
Passaðu þig því á að synda letilega og hvíla reglulega til að halda góðri einbeitingu í samhæfinguna! Því meira sem þú þreytist þarfnastu meira súrefnis sem getur valdið því að takturinn í sundinu verði sífellt hraðari og hraðari (sem krefst enn meira súrefnis) svo þú komist fyrr í að sækja súrefnið - Þannig ertu komin(n) í hálfgerðan vítahring.
Einbeittu þér fyrst og fremst að því að ná góðri legu í vatninu og reyndu að synda með löngum, mjúkum, rólegum tökum og rúlla vel á hliðarnar.
Náðu tökum á góðu og áreynslulausu öndunarferli áður en þú ferð í einhver önnur tækniatriði. Því grunnurinn að því að geta bætt við fleiri tækniatriðum er að þú þreytist ekki of mikið og eigir auðvelt með að sækja þér SÚREFNI.
Þegar þú æfir þig syntu þá stuttar vegalengdir í einu og hvíldu þig nógu vel svo þú haldir góðri einbeitingu fyrir þá samhæfni sem þú vilt ná fram.
Ekki hugsa um of mörg atriði í einu því þá er hætta á að ansi margt gangi úr skorðum. Það getur verið hæfilegt að einbeita sér að einu til tveimur atriðum í einu. Þegar samhæfing þeirra er orðin nokkuð góð er óhætt að bæta við næsta atriði og samhæfa það með því sem komið er.
Ég mæli með að þú farir sem oftast í sund og æfir þig þá í stuttan tíma í einu (kannski 20-40 mínútur). Því það gefur betri raun að æfa sig oft og stutt í senn með góðum hvíldum og einbeitinguna í lagi, en að fara sjaldan og synda þá langt.
Til að geta sem fljótast tileinkað sér nýja tækni er
mikið atriði að sem mestur tími eða vegalengdir fari í að gera hlutina
rétt, og taka þá hvíldir um leið og tæknin fer að
aflagast eitthvað.
Í seinna tilfellinu þá fer rúmlega helmingi lengri vegalengd í að styrkja ranga tækni. Hvort ætli hafi vinningin eftir svoleiðis sundferð - Góð tækni og framfarir eða Röng tækni ?
Það getur verið mjög gott fyrir þig að horfa á góða sundmenn synda eða horfa á góð kennslumyndbönd þar sem tækniatriði eru útskírð á einfaldan hátt.
Gæði en ekki magn er það sem skilar árangri !
New! Comments
Vertu í sambandi !