Hæfnisprófi í Sundi
Undirbúningur og Þjálfun

Þess er víða krafist að þú standist hæfnispróf í sundi. Prófin eru ekki öll eins en þó mjög svipuð. Það sem þau eiga þó sameiginlegt er að þú þarft að standast hæfnisprófið til að geta starfað við t.d. eftirfarandi:

  • Sundkennari
  • Sundþjálfari
  • Laugavörður
  • Lögreglustörf
  • Slökkvilið

Tilsögn getur gert gæfumuninn!

Ég hef áralanga reynslu af því að hjálpa einstaklingum við að bæta sundhæfni sína til að geta staðist hæfnispróf í sundi.

Stundum hefur einungis þurft örlitla tilsögn til að sundið verði hraðara og um leið léttara að synda það.

Það geta verið nokkur einföld smáatriði sem breyta öllu um það hvort þú nærð prófinu eða ekki.

Ef þú ert í vafa um hvort þú hafir það sem til þarf til að standast hæfnispróf, er skynsamlegt fyrir þig að láta kíkja á sundið hjá þér.

Þá færðu tækifæri til að laga þessi litlu atriði í tækninni sem geta skilið á milli þess hvort þú standist prófið eða ekki.

Hafðu samband og lögum það sem þarf til að þú standist prófið !  Hringdu í mig í síma 699-2998 eða sendu mér erindi...

Reglugerð fyrir Hæfnispróf - Lögregluskólinn

1. Sund

Próftaki skal synda 200 metra þar sem nota má allar hefðbundnar sundaðferðir. Ekki má stíga niður í botn sundlaugarinnar á meðan á sundinu stendur.

Hámarkstími er 5:00 mínútur, hvort sem er fyrir karla eða konur.

2. Köfun

Próftaki skal stinga sér af ráspalli við sundlaugarbakka, synda 10 metra kafsund að 10 kg lóði sem liggur á 1,5 – 2,0 metra dýpi og koma því upp á yfirborð laugarinnar. Þessi æfing skal framkvæmd án sundgleraugna eða annarra hjálpartækja.

Reyna má tvisvar sinnum við þennan þátt sundprófsins.


Reglugerð fyrir Hæfnispróf 
laugargæsla, sundkennari, sundþjálfari og leiðbeinandi

Hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu, sundkennara, sundþjálfara og leiðbeinenda.
Reglugerð nr. 814/2010 með breytingum í reglugerð nr. 773/2012  6. maí 2013

Prófatriði eru:

  • Þolsund, 600 m á innan við 21 mínútu (frjáls aðferð). 
  • Hraðsund, 25 m á 30 sek.
  • Kafsund, 15 m.
  • Björgunarsund í síðbuxum og síðerma peysu, 25 m með jafningja.
  • Björgun  á  óvirkum  jafningja  með  björgunarsveig  eða  öðrum  flotáhöldum,  úr  miðri  laug  að hliðarbakka, lyfta viðkomandi upp á bakka með aðstoð eins laugarvarðar.
  • Sækja 3 hluti í dýpsta hluta laugar (á allt að 3,5 m dýpi). Synda 5 m á yfirborði, kafa  niður eftir hlut, hlutnum skilað á bakka, hvíld milli kafana 10 sekúndur. 
  • Hoppa  eða stinga sér  út í laug, synda 25 m, kafa eftir björgunarbrúðu í dýpsta hluta laugar, færa björgunarbrúðu upp á yfirborðið og synda 25 m til baka, lyfta björgunarbrúðu upp á  bakka með aðstoð eins laugarvarðar

New! Comments

Vertu í sambandi !