Innöndun er alltaf um munn og útöndun er alltaf ofan í vatninu um munn eða nef, eða með því að láta flæða samtímis í gegnum munn og nef.
Ef þú andar að þér hægra megin þá áttu að byrja að snúa höfðinu til hægri um leið og hægri hendin byrjar takið (togið). Og rúllaðu um leið vel yfir á vinstri hliðina og hafðu vinstri höndina teigða fram nálægt yfirborði vatnsins. En það hjálpar til með flotið í vatninu og að öndun verður auðveldari.
Ekki byrja takið (togið) með vinstri hendi fyrr en eftir að hægri hendin hefur lokið sínu taki og er lögð af stað fram á við. Einbeittu þér að því að láta hendurnar næstum því mætast frammi nálægt yfirborðinu eftir öndunina.
Það er mjög mikilvægt að klára útöndun áður en innöndun hefst að nýju, því þá er hægt að fylla lungun af súrefni sem er auðvitað nauðsynlegt. Ef útöndun er aðeins til hálfs, þá geta lungun einungis fengið helming þess súrefnis sem þau annars gætu fengið. Að synda á 1/2 tanki af súrefni veldur því að þreytan magnast fljótt og þú syndir ekki langt hvíldarlaust.
Ef þú átt erfitt með að anda frá þér í kafi þá getur verið fín æfing að standa í lauginni þar sem er nógu grunnt svo þú getir hallað þér fram og synt skriðsund (standandi) með höndum og æft innöndun um munn og fráöndun í kafi í samræmi við handahreyfingar.
Ef þú horfir fram á við í kafi þá er hætta á að það verði einnig við innöndun(að hakan verði komin of langt frá bringunni), en þá leikur meira vatn um vitin, sem veldur því að erfitt getur verið fyrir þig að fá nóg súrefni og þá þreytistu fljótt. Að auki getur svona höfuðstaða valdið eða aukið vöðvabólgu í herðum.
Þú verður að anda frá í kafi!
Það
er mjög algeng villa að anda frá og að þegar munnur og nef eru fyrir
ofan vatnsyfirborð en svo skeður ekkert þegar munnur og nef eru í kafi!
Að anda ekki frá í kafi veldur því að þú hefur styttri tíma en þú þarft á
að halda í innöndunina. Þú neyðist til að anda hratt frá þér til að
skerða ekki of þann tíma sem þú hefur til að sækja þér súrefni.
Þetta verður þess valdandi að þú nærð ekki áreynslulausri og fullnægjandi öndun. En við það skapast spenna sem hefur áhrif á allt sundið. Takturinn (tempóið) verður hraðari og hraðari því þér liggur alltaf meira og meira á að sækja þér súrefni. Eftir því sem takturinn eykst þá eykst líka þörf líkamans fyrir meira súrefni. ÞÚ ERT KOMINN Í VÍTAHRING!
Einnig
er algengt að öndunin sé einungis til hálfs, þ.e. ef þú andar frá þér
einungis til hálfs þá hefurðu ekki nema hálft rými fyrir nýtt súrefni.
Þá fer þreytan fljótt að segja til sín, en kannski ekki ef þú syndir
nógu hægt !!!
Góð aðferð til þess að þjálfa taktinn í öndunarferlinu er að standa í grynnri enda laugarinnar og halla sér fram á við þannig að andlit og hendur fari undir vatnsyfirborðið. Standa síðan kyrr í sömu sporum og synda skriðsund með höndunum og rúlla vel á hliðarnar.
Þannig er auðvelt að æfa sig í að byrja að snúa höfðinu til hægri um leið og hægri höndin byrjar takið (togið). Anda síðan að sér um munn á meðan vinstri höndina bíður frammi á eftir að sú hægri komi fram (snúa höfði í kaf eftir innöndun samhliða því að hægri hendin færist fram).
Andaðu rólega
frá þér í kafi og horfðu á botninn á meðan vinstri höndin tekur takið og
vertu tilbúin(n) til að byrja að snúa höfðinu til hægri um leið og hægri
höndin byrjar takið.
Hægri höndin byrjar takið og þú byrjar að
snúa höfðinu til hægri og klárar fráöndun um leið og munnur kemst í
yfirborðið. Um leið og munnur kemur upp fyrir yfirborð byrjar róleg
innöndun um munn.
New! Comments
Vertu í sambandi !