by Eydís Salome Eiríksdóttir
(8. mars 2013)
Eins og svo margir aðrir, þá lærði ég aldrei að synda skriðsund í skólasundinu. Og þar sem ég gat bara kraflað mig áfram (með herkjum) á bringusundi var ég alltaf hálf rög við að fara í sundbrautirnar í laugunum. Það fannst mér eitthvað ókúl... og synti því ekkert! Nú þegar ég hef lokið skriðsundsnámskeiðinu þá er mér ekkert að vanbúnaði, ég get synt lengi lengi án þess að drukkna. Og það er frábært :) Ég hvet alla til að reyna. Það er gaman að koma sjálfum sér á óvart... það er raunverulega hægt að læra skriðsund! Og það er ekki einu sinni svo erfitt.